Upplýsingaflækjur

Kreppan tekur á sig margar myndir og eitt af einkennum núverandi kreppu er upplýsingaskortur og misvísandi upplýsingar. Steingrímur og Jóhanna lofuðu að bæta úr því. Það hafa þau gert af með sínum vikulegu blaðamannafundum. Annað einkenni kreppunnar er upplýsingaóvissa þ.e. hversu vel getum við treyst þeim upplýsingum sem við fáum? Ef það er eitthvað sem kreppan hefur kennt mér þá er það að sannreyna og gagnrýna þær upplýsingar sem eru mataðar ofan í mig.

Ég hef rýnt talsvert í þessa kynningu Steingríms og Jóhönnu á þjóðarbúskapnum. Hún er dáldið athyglisverð fyrir þær sakir að mér finnst að verið sé að fegra stöðuna dullítið. Kannski er það bara eðlilegt að þau geri það en þá eru þau sek um það sama og fyrri ríkisstjórn sem að lokum féll m.a. vegna upplýsingaskorts. Hvað um það. Mér eins og mörgum öðrum er mikil forvitni á að vita hversu miklar skuldbindingar muni falla á okkur í kjölfar bankahrunsins. Þær upplýsingar sem koma fram á kynningunni á stöðunni eru dáldið misvísandi. Steingrímur segir á fundinum að skuldir þjóðarbúsins hafi verið um 1.100 milljarðar í loks árs 2008 að frádregnum skuldum bankana. Þetta kemur ekki alveg heim og saman við þær upplýsingar sem koma fram á glærunum en þar kemur berlega fram að skuldirnar eru um 3.000 milljarðar að frádregnum skuldum bankana, (sjá glæru 15). Einnig kemur fram á fundinum að skuldirnar um áætlaðar um 200% af landsframleiðslu. Samkvæmt Hagstofu Íslands er landsframleiðsla 2008 tæpir 1.500 milljarðar. 200% af því gera um 3.000 milljarða. Það kemur alveg heim og saman við fyrri pælingar mínar en út frá áætluðum vaxtagreiðslum þessa árs og næsta mátti fá út að endanleg skuldatala yrði um 3.000 milljarðar. Kannski veit Steingrímur eitthvað meira en ég? Í þessum tölum er meint skuld vegna icesave og lánsins frá AGS ekki talin með. 

Þessi framsetning þeirra segir mér líka að þau reikna greinilega með að megnið af skuldum bankakerfisins verður afskrifað af erlendum lánardrottnum og þær hverfa úr hagtölum i lok þessa árs. Það segir mér líka að þau gera ráð fyrir að skuldir vegna icesave muni falla á íslenska skattgreiðendur. Flækjustig þess máls er mikið og sitt sýnist hverjum. Það er efni í aðra færslu sem er byrjuð að gerjast í kollinum á mér og kemur vonandi bráðlega.

En megin pæling þessarar færslu er hvort vonarstjörnur íslands þau Jóhanna og Steingrímur séu í klemmu með sín ráð og aðgerðir og hvort þau séu einfaldlega orðin verkfæri AGS og hafi nákvæmlega ekkert um efnahagsráðstafanir að segja. Í því sambandi langar mig að benda á að Flannagan, hagfræðingur frá AGS sagði í viðtali við Boga á RÚV þegar Bogi innti hann eftir því hvort AGS hefði ekki áhyggjur af greiðslugetu landsinsog hvort landið gæti greitt skuld sína við AGS? Þá sagði Flannagan eftirfarandi orð: Nei, þjóðin á miklar eignir á móti skuldinni. Hvað þýðir þetta? Er búið að veðsetja auðlindir okkar? Er einhver leynisamningur í gangi sem almenningur veit ekki um? Hvað haldið þið og hvað finnst ykkur um þessa framsetningu Steingríms og Jóhönnu? Eða er ég að misskilja eitthvað?


mbl.is Þjóðarbúið mun ná sér á strik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er rétt hjá þér að skuldir þjóðarinnar eru 200% af landsframleiðslu.  Það er löngu búið að veðsetja okkar auðlyndir í botn.  T.d. sjávarútvegurinn með innan við 100 milljarða í tekjur hefur veðsett óveiddan fisk í sjónum fyrir um 500 milljarða og þau veð eru að mestu hjá erlendum bönkum.

Jakob Falur Kristinsson, 19.3.2009 kl. 15:15

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Arinbjörn.

Já ég er sammála því að lítið fer fyrir upplýsingum á mannamáli sem var lofað.

Guðmundur Óli Scheving, 21.3.2009 kl. 22:32

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er flækja

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.3.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband