Kemst hinn fullkomni glæpur upp?

Jákvæðar fréttir hafa verið jafn sjaldgæfar og hvítur hrafn í eina 6 mánuði. Ráðning Rögnu og ríkisstjórnarinnar á Evu er frábær frétt fyrir þjóðina. Í raun felst í þessu tækifæri aldarinnar ef svo má segja því með þessari ráðningu og aðstoð Evu við þá rannsókn sem verður að fara fram gefst okkur íslendingum einstakt tækifæri til að sýna svo um munar að íslenskri þjóð stendur ekki á sama. Við skulum gera okkur alveg ljóst að þegar efnahagur lands hrynur með þessum hætti sem hann gerði hér á landi þá hafa lög og reglur verið brotnar út og suður. Jafnvel landráð, um það efast ég ekki lengur. Eva sagði í silfri Egils að réttlæti væri forsenda þess að samfélagið yrði byggt upp aftur. Það er rétt hjá henni. Þjóðin þarf réttlæti. Án þess verður siðrof og lögleysa í landinu og lögmál frumskógarins taka völdin. Það er ekki það sem við viljum. Þjóðin á réttlætið skilið og ekkert kjaftæði.
mbl.is Hægt að nýta sambönd Joly
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Heyr,heyr..

TARA, 11.3.2009 kl. 22:14

2 Smámynd: Offari

Ég er bjartsýnn á þessa frétt.

Offari, 11.3.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Eygló

Aðkoma Evu Joly er besta frétt í mín eyru, í MJÖG LANGAN tíma. Líka svolítið stolt að kona varð fyrir valinu (eftir allt karlafárið og karlkerlingarnar sem hjökkuðu svo að segja, í sama farinu)  Hún virkar tilgerðarlaus og vingjarnleg þessi eiturgreinda kona.

Það hlýtur samt að vera svolítið álag fyrir manneskju að væntingar heillar þjóðar lendi á henni einni, svo að segja.

Eygló, 12.3.2009 kl. 02:11

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég er ánægður með þessa Rögnu sem dómsmálaráðherra og ráðning Evu Joly er bara frábær. Það sem mér líkar best er, að hún hlífir ekki yfirmönnum sínum.

Kristbjörn Árnason, 13.3.2009 kl. 08:32

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er það líka.

Arinbjörn Kúld, 13.3.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband