Vorhreingerningar

eru hafnar í stjórnkerfinu. Það er hart að það þurfi að breyta lögum til að vanhæfir menn geti vikið. Eflaust hafa þeir Ingimundur og Eiríkur unnið gott starf áður fyrr þegar allt lék í lyndi og hagkerfið var fyrirsjáanlegt með sínum aflabrestum og átökum á vinnumarkaði sem enduðu yfirleitt með gengisfellingu til að lækka launin. Stofnunin einfaldlega brást hlutverki sínu og hefur síðan árið 2001 ekki náð neinu af sínum markmiðum eftir að hagkerfið var opnað og varð flóknara. Þegar svo er þá verða menn einfaldlega að víkja.

Það er eftir sem áður mikið verk óunnið í tiltekinni sem bíður. Stjórnsýslan þarfnast endurnýjunnar. Það mun ekki ganga að hafa innan hennar einstaklinga sem litaðir eru af fortíðarspillingunni og hefðum hennar, svo geðslegar sem þær eru. Flokkarnir þurfa að endurnýja forystu sína, dusta rykið af hugsjónum sínum og hugsa  stefnuskrár sínar upp á nýtt. Loks þurfa þeir að biðja þjóðina afsökunar af fullkominni auðmýkt. Flokkarnir eiga að vera þjónar þjóðarinnar - ekki herrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er ekki frá því að það þurfi að gera ærlegar hreinsanir í flokkunum. Koma einkvæðingarsinnum þaðan út en þeir eru í öllum flokkum. Útsendarar andskotans

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband