Samfélagsleg ábyrgð

Hversu oft höfum við ekki heyrt fólk í stjórnunarstöðum hjá einkafyrirtækjum segja opinberlega að þeirra eina hlutverk væri að hámarka hag hluthafa og ekkert annað hefur haft neina merkingu né tilgang. Einkum og sér í lagi hefur þetta fólk gengt stöðu fjármálastjóra eða þá hárri stöðu í fjármálafyritæki. Sýn þeirra á lífið og tilveruna hefur snúist um þetta eitt. Hluthafar hafa vel flestir hafa kinkað kolli og litist vel á þessa afar þröngu rörsýni og sýn á starf þeirra. Lengi vel gekk þetta viðhorf eða á meðan vel gekk og lítið þurfti að hafa fyrir hlutunum, bara færa debit og kredit og keyra uppgjör á nokkura mánaða fresti. Það var talið hrein snilld. Þetta var kennt í fjármálafræðunum innan viðskiptafræðinnar. Jæja, ég ætla ekki að gera lítið úr fjármálafræðunum, þar er margt annað gagnlegt kennt.

Ég sérhæfði mig í þeim anga viðskiptafræðanna sem lúta að mannauðsstjórun og stjórnun og stefnumótun. Þar var tekin annar póll í hæðina. Þar hlaut maður þjálfun í að líta á heildarmyndina þ.e. fyritækið, starfsfólkið, viðskiptavinina, fyrirtækin sem veittu fyrirtækinu þjónustu, stofnanir samfélagsins og samfélagið sjálft. Skiptu þessu upp í nær- og fjærumhveri en ég ætla ekki að útlista það nánar í þessu bloggi. Markmiðið var að marka fyrirtækinu stefnu í samræmi við samfélagið í heild sinni, hvert samfélagið stefndi, tilhneigingar innan þess, (trends), uppbyggingu þess, þarfir fólksins, fyrirtækjanna,framtíðarhorfa og jafnvel hver pólítíkin í samfélaginu er, svo eitthvað sé nefnt. Innan þessara fræða víkkuðu fræðimenn út hugtakið "hluthafar" (shareholders) yfir í hugtakið "hagsmunaaðilar" (stakeholders) þ.e. allir þeir sem hugsanlega gætu átt einhverja hagsmuna að gæta í sambandi við fyrirtækið. Þá tóku menn inní jöfnuna auk hefðbundina hluthafa þ.e. þeirra sem áttu hlutabréf í fyritækinu, viðskiptavini, önnur fyrirtæki, stofnanir samfélgasins, almenning og loks samfélagið í heild sinni. Þessi nálgun á stjórnun og rekstri fyrirtækja heillaði mig. Mér fannst og finnst hún mannleg og uppbyggileg.

Því miður átti þessi nálgun ekki marga aðdáendur eða öllu heldur hún komst ekki til skila þegar á reyndi vegna tíðarandans í útrásinni. Þar komst aðeins eitt að: að hámarka hag hluthafa hvað sem það kostaði. Til allrar ólukku þá misnotuðu nokkrir einstaklingar sér trúgirni almennings og samfélagsins og misnotuðu þessa nálgun á hag hluthafa og blekktu samfélagið til að hámarka sinn eigin hag, við könnumst orðið vel við afleiðingarnar.

Okei, en hvað er ég að vilja með þessu bulli? jæja, það sem ég vildi sagt hafa að nú loks í kreppunni þá er eins og hugur fólks sé farin að hneigjast í þá átt að líta á heildarmyndina þ.e. að hagur okkar allra er nátengdur og er ein keðja sem ekki má í sundur slíta. Fjármálatröllin slitu keðjuna í sundur og lögðu þar með samfélagið í rúst. Einn okkar dýrmætasti lærdómur af þessum hörmungum verður sá að hér eftir hljóta menn að spyrja sig:

  • mun minn hagur og hluthafa vænkast af fyrirtækinu?
  • mun samfélagið hagnast á því að ég stofni/reki þetta fyrirtæki?
  • mun starfsfólkið hagnast á því?
  • munu önnur fyrirtæki hafa hag af því?
  • munu aðrar stofnanir samfélagsins hafa hag af fyrirtækinu?

Fyrirtæki framtíðarinnar mega ekki gleyma því að samfélagið skapar þeim aðstæðurnar til að vaxa og dafna. Samfélagið leggur þeim til inniviði samfélagsins sem gerir fyrirtækjunum kleift að starfa, menntar starfsfólkið, sér þeim fyrir löggælsu, heilbrigðisþjónustu og öllu því sem þarf til að byggja samfélag. Samfélagið samanstendur af neytendum og þ.a.l. markaði sem fyrirtækin starfa á og fá sínar tekjur af. Því þurfa öll fyrirtæki að sýna samfélagslega ábyrgð sama hvað þau heita, gera og standa fyrir. Tek það svona fram í lokin að ég var lélegur stjórnandi í þau fáu skipti sem ég hafði með stjórnun að gera, ég hlustaði of mikið á umhverfið og þá sem unnu með mér, ég stjórnaði því ekki, heldur reyndi að leiða og leyfa jafningjum mínum að njóta sín. Það þótti ekki smart. :-)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Orð í tíma töluð.  Þörf umræða.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 21.2.2009 kl. 00:00

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ari þú hlýtur bara að vera frændi minn. Þetta er flottur pistill og þörf lesning. En hefur þú annars tekið eftir því hvað sumum karlmönnum er uppsigað við mig.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.2.2009 kl. 01:05

3 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Ég fæ hroll þegar ég heyri orðið mannauðsstefna.  Ástæðan er sú að ég starfaði um tíma hjá einu af þessum fjármálafyrirtækjum og var þetta orð algerlega misnotað.  Í raun og veru skipti mannauður engu máli, svo sem aldur, menntun, starfsreynsla, lífsreynsla, sérfræðiþekking - allt gekk út á meiri og meiri framleiðni, þ.e. óvandaðri vinnubrögð, fleiri viðskiptavinir, meiri stundar arðsemi.

Takk fyrir góðan pistil.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 21.2.2009 kl. 02:51

4 Smámynd: Offari

  • mun minn hagur og hluthafa vænkast af fyrirtækinu?
  • mun samfélagið hagnast á því að ég stofni/reki þetta fyrirtæki?
  • mun starfsfólkið hagnast á því?
  • munu önnur fyrirtæki hafa hag af því?
  • munu aðrar stofnanir samfélagsins hafa hag af fyrirtækinu?

Þarna hefur eitthvað klikkað. Keðjan þarf að vera hugsuð þannig að allir haf hag af því að vera hlekkur í henn.   Flottur pistill hjá þér.

Offari, 21.2.2009 kl. 10:27

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk öll.

Við erum örugglega skyld Jakobína í 6 eða 7 lið eins og flestir íslendingar og jú ég hef tekið eftir andúð sumra bræðra minna í þinn garð undanfarið.  Ég starfaði líka einu sinni í einu af þessum fjármálafyrirtækjum, það var ömurleg reynsla Alma. Þar komst aðeins eitt að: GRÓÐI no matter what.

Arinbjörn Kúld, 21.2.2009 kl. 10:49

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Vona að þér verði að ósk þinni um að ástandið nú kenni þeim sem komu okkur í núverandi stöðu með græðgi sinni. Leyfi mér reyndar að efast um það ef staðreyndin verður sú að þeir verði látnir komast upp með það að láta okkur sitja í skuldasúpunni sem þeir gerðu uppskriftina að og matreiddu

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2009 kl. 20:38

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég held ég geti verið sammála þér Rakel. Þetta er til einskis ef þeir verða ekki látnir sæta ábyrgð.

Arinbjörn Kúld, 22.2.2009 kl. 00:06

8 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Hmmm ég fer að hugsa um greinargerð löggjafans með lögum um hluafélagsvæðingu Sparisjóðanna. Held ég hafi aldrei lesið eins sjokkerandi lesningu um ævina. Ég þarf að grafa hana upp og koma til henni til þín.

Í greinargerðinni er m.a. fjallað um hvert upphaflega hlutverk og markmið sparisjóðanna var, þ.e. að stuðla að almannahag og velferð o.s.frv.

Svo segir eitthvað á borð víð "í heimi fjármála í dag, er markmiðið einkum að hágmarka arð hluthafa og fjárfesta, og því er eðlilegt að spyrja hvort  þessi markmið sparisjóðanna séu ekki úreld?" 

Löggjafinn segir sumsé, 'það er ekki inn lengur að hafa almannahagsmuni og velferð að leiðarljósi því nú vilja menn græða' 

og ég ítreka, þetta eru ekki bissnesmenn að tala heldur löggjafinn - Alþingi Íslendinga

Aðalheiður Ámundadóttir, 22.2.2009 kl. 13:35

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Stórgóður pistill Arinbjörn, takk fyrir það.

Hef síðan líka heillast nokkuð af hugmyndum stefnumótunar í mínu námi og er forvitinn. Hvaða leið fórstu til þess að sérhæfa þig þar?

Baldvin Jónsson, 23.2.2009 kl. 00:00

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Púff, Aðalheiður, þetta er ömurlegt að sjá, varð þessi óskapnaður að lögum? Endilega ef það er ekki of mikil fyrirhöfn þá máttu senda mér plaggið.Það átti sem sagt að brjóta niður alla innviði samfélagsins, sama hvað þeir heita.

Baldvin, Það væri flottframhaldsnám fyrir þig, þú ert á þeirri línu. Það er þá Háskóli Íslands, viðskiptafræðideild, MSc nám með sérhæfingu í stjórnun og stefnumótun. Mér segir svo hugur að á allra næstu árum þá muni eftirspurn eftir einstaklingum sem sérhæfa sig í stefnumótun aukast verulega. Jakobína er ein af afburðanemendum sem voru í námi á sama tíma og ég og það kemur engin að tómum kofanum hjá henni.

Arinbjörn Kúld, 23.2.2009 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband