Sátt og friður

Ég fékk nóg af kreppubulli í dag og nennti ekki að fylgjast með. Hlustaði samt á útvarpið á leið í vinnuna í kvöld. Þar var Björn Ingi, umdeildur framsóknarmaður ásamt konu frá hagsmunasamtökum heimilana. Mér skildist á Birni Inga að meginskilyrði stuðnings Framsóknar við nýju ríkisstjórnina fælist í tafarlausum aðgerðum til bjargar heimilum og fyrirtækjum. Tillögurnar felast í að fella niður hluta innlendra íbúðarlána með niðurfærslu aftur í tímann. Nota sömu aðferð við erlend íbúðarlán og breyta þeim svo í lán í krónum. Mér skildist að eitthvað svipað yrði gert fyrir fyrirtæki. Björn Ingi og konan frá hagsmunasamtökunum voru sammála og mér fannst undarlegt að heyra loks einhverja vera sammála. Framsókn er greinilega komin í bullandi kosningagír. Ég mun samt ekki gleyma þeirra þætti í spillingunni sem gerði þjóðina gjaldþrota og eyðilagði orðspor íslendinga í umheiminum.

Ég er auðvitað hlynntur aðgerðum af þessu tagi ekki síst þar sem engar sérreglur eiga að gilda um Jón eða séra Jón. Auðvitað á maður eftir að sjá nánari útfærslu en staðan er það alvarleg að það verður að grípa til aðgerða strax. Við verðum að ná einhverri sátt í samfélaginu til að skapa frið - að öðrum kosti getum við ekki tekist á við framtíðina, gert upp fortíðina við landráðamennina, við flokkakerfið og stjórnmálalífið. En svo er það auðvitað spurning hvort af þessu verður öllu saman?

Svo langar mig að geta þess svona í framhjáhlaupi að ég hef sagt mig úr VR!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband