Eitt skref af mörgum

Viðskiptaráðherra sagði af sér í morgun, forstjóri FME fer og stjórn FME einnig. Þá er að bíða eftir því að ríkisstjórnin ásamt seðlabankastjórum og stjórn fjúki líka. Mótmælin eru að virka. Við þurfum að bæta því við mótmælin að útrásartröllin verði handtekin og sótt til saka fyrir t.a.m. fjársvik, umboðssvik, brot á lögum um fjármálafyrirtæki og síðast en ekki síst landráð. Eigur þeirra frystar og svo nýttar til að greiða skuldir þær sem þau hafa ákveðið að við ættum að greiða. VIÐ GLEYMUM EKKI!

Það er löng leið framundan. Hún verður mörkuð mörgum skrefum, sumum sársaukafullum og sum nett tipl milli þúfna og polla. Samt ferð sem við verðum að fara. Leiðin til nýs lýðveldis þar sem hagur þjóðarinnar er í fyrsta sæti. Lýðveldi þar sem virðing, réttlæti og sanngirni eru leiðarljós þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Við erum að undirbúa fund hérna á Akureyri í samvinnu við borgarafundina í Reykjavík þar sem ýmsir vinklar sem snúa að efnahagsbrotum „útrásartröllanna“ gagnvart íslenskri þjóð verða til umræðu þannig að við gleymum ekki

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 17:56

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Gott mál, hafðu mig með ef ég er velkomin á slíkan fund.

Arinbjörn Kúld, 25.1.2009 kl. 18:03

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Auðvitað eru allir velkomnir á fundinn!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 18:48

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

okei, fylgist með.

Arinbjörn Kúld, 25.1.2009 kl. 20:00

5 Smámynd: Halla Rut

Þeir eru fyrir löngu búnir að koma fjármunum sínum fyrir þannig að ósnertanlegir eru.

En það væri kannski hægt að yfir taka hlutabréf þeirra í þeim fyrirtækjum sem þeir eiga hér. En mjög auðvelt er að færa slíkt yfir á nafn annarra. Það þarf ekki einu sinni að þinglýsa því nema fyrirtæki sé á markaði þá þarf að tilkynna um stærri kaup.

En auðvitað á að reyna allt og það á að sækja þá fyrir landráð og ekkert minna.

Halla Rut , 26.1.2009 kl. 00:20

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Ari við gleymum ekki. Nú fara stjórnmála menn að mæta með potta og pönnur í kosningabaráttuna (með aðstoð ímyndarsérfræðinga og litgreinenda) til þess að villa á sé heimildir. Þeir reyna að segja okkur að þeir séu í rauninni mótmælendur inn við skinnið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.1.2009 kl. 01:00

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við verðum alla vega að reyna. Þjóðin þarf réttlæti - ekkert flóknara en það.

Ímyndarsérfræðingar og litgreinendur, hehhe magnað. Búa til glansumbúðir en varan er rotin, lyktin mun ekki leyna sér þegar pakkinn verður svo opnaður eftir kosningar.

Arinbjörn Kúld, 26.1.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband